Skóli og ógiftar lesbíur á vökudögum

Ja það er nú aldeilis mikið í gangi hjá manni þessa dagana.  Skólinn á milljón, endalaus verkefnaskil, próf og læti.

Þetta er víst partur af prógrammet, eins og þar stendur.  Erfitt en alveg drullugaman. Hefði átt að skella mér miklu fyrr í þetta nám, en betra er seint en aldrei.

Hef mikið verið að spá í umræðunni um hjónaband samkynhneigðra og enn og aftur er kirkjan og öll umræða um hana full af fordómum, hræðslu og hræsni.   Hvar eru gömlu og góðu gildin sem eru predikuð yfir okkur frá kirkjunni.

Fyrirgefning, umburðarlyndi, manngæska og að ég tali nú ekki um Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra.

Ég tel mig vera frjálslynda og finnst ákkúrat ekkert að því að hommar og lesbíur fá blessun drottins ef þau óska þess.  Erum við ekki öll jöfn fyrir Guði, eða hvað.  Ekkert athugavert við að fyrirgefa morðingum og bjóða þá aftur velkomna í samfélagið en ef fólk er samkynhneigt þá er það annarsflokks.  Er umburðarlyndið alveg að fara með kirkjunnar menn ?????

En eins og ég sagði er ég annars bara nokkuð góð. Hlakka mikið til vökudaganna í næstu viku.  Frábært dagskrá að vanda og því tilvalið að skella sér á Skagann og upplyfa góða menningu, stemmingu............   http://akranes.is/default.asp?sid_id=34110&tId=1

Þangað til næst hafið það sem allra best og gangið hægt um gleðinnar dyr...........

p.s.

Allt í lagi að kvitta fyrir komuna,þið sem ekki geriða Police


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Höfundur

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Einlægur áhugamaður um allt sem skiptir máli

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Baggalútur - Ég kemst í jólafíling

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband