14.12.2007 | 14:05
Gleymd ekki þínum minnsta bróður !!!!
Æ þessi tími, svona rétt fyrir jólin er alltaf svo erfiður. Skólarnir með söfnun fyrir fátæk börn í útlöndum og allt það. Samt verð ég nú að segja að við ættum frekar að láta börnin okkar líta sér nær. Og auðvitað eigum við að gera það líka.
Það er svo mikið af fólki sem á svo erfitt þessa stundina að það er ekki hægt að koma orðum að því...........
Í síðustu viku misstu ung hjón, hér á Akranesi, tveggja mánaða gamlan dreng sinn. Vöggudauði. Þetta er svo ömurlegt að mann bara skortir orð.
Í gær dó ungur drengur héðan eftir erfiða baráttu við krabbamein. Bróðir hans er í bekk með stelpunni minni. Mann tekur þetta svo sárt, pabbi hans er gamall skólafélagi okkar hjóna, og ég get sagt ykkur að ég ætla ekki að reyna að ímynda mér hvernig mér liði að þurfa að kveðja barnið mitt ................
Ungur drengur, 10 ára héðan líka, er að berjast við heilaæxli og er umfjöllun um hann á inná Visi.is
Þetta fólk á allt um sárt að binda sérstaklega núna um jólin. Ég get ekki annað en hugsað um það hvað ég hef það gott.
Hlýjar kveðjur og hugsanir til allra seim eiga um sárt að binda. Minni á söfnun RKi og mæðrastyrksnefndar. Þetta eru þau samtök sem ég veit að eru að hjálpa til í nærumhverfi okkar. Ég ætla ekki að gera lítið úr söfnunum fyrir "fátæk börn í afríku" en Það eru því miður fátæk börn á íslandi líka og fólk sem stríðir við erfið veikindi. Eru ekki skyldur okkar fyrst og fremst til þeirra
Koss og knús út í bloggheima
Um bloggið
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.