19.6.2008 | 14:34
19. júní
Já kom ble
Ég er lifandi, ef einhver skildi vera farin að undrast.
Í dag er 19. júni, Halli frændi á ammæli. Loksins þegar það kom strákur í fjölskylduna þá fæddist hann á kvennréttindadaginn. Góður dagur.
Í morgun þegar ég var að sinna daglegum morgunþörfum þ.e. drekka kaffi og lesa fréttablaðið rakst ég á þessa geggjuðu auglýsingu frá Landsbankanum.
Ég fékk hroll og varð hálf klökk. Ofboðslega er þetta góð sviðssetning. Ég man svo eftir þessum degi. Þegar Vigdís var kosin forseti. Ég fylltist lotningu þá og geri enn í dag þegar ég sé þessa yndislegu konu. Hún var frábær forseti !!!!!!!!!!
Ofboðslega vel gefin og glæsileg kona.
Annars er allt gott að frétta af okkur á Holtsflötinni. Sumarið komið. Máni verður 2ja ára á laugardaginn , ja hérna hér
En semsagt over and out :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 20:57
Hjúkkedí búkketí :)
Góðan og gleðilegan föstudag
Nú er krónan í frjálsu falli og fjölmiðlarnir alveg að missa sig yfir kreppunni.
Já skyldi vera komin kreppa ?????
Ekki hjá mér. Ég er svo skynsöm að taka ekki erlent lán og ekki á ég hlutabréf í FL Group, svo takk fyrir ég hef það bara gott
En það voru margir sem gengu í þá gildru. Bankastjórinn reyndi að pranga þessu inn á mig. En af hverju er venjulegt fólk að taka erlent lán ?????
Magnað hvað fjölmiðlamenn ganga hart á eftir stjórnmálamönnum að grípa inní gengismálin.
Þegar krónan styrktirst endalaust þá blæddi útflutningsgreinunum og ekkert heyrðist þá. Nú fá þær smá breik,og þá á að grípa inní.
Nei elskurnar mínar, drögum djúpt andann og slökum okkur aðeins. þetta á allt eftir að reddast. Það gerir það alltaf
En annars er ég bara góð, gengur skítsæmilega í skólanum en þarf að senda handrukkara á þessa kennara. Manns fær ekki út úr neinum verkefnum
Hafið það annars gott um páskana já og bara alltaf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 13:15
Sálin mín
Jedúdda minn, Sálin orðin 20 ára
Getur bara ekki verið . ´Þá hef ég bara verið 7 ára þegar ég dansaði tryllt við "HeY Kanína " :)
Hvað sem árunum líður þá eru þeir og verða alltaf lang flottasta ballbandið ever
Stebbi, stelpur þið vitið..................... arrrrrrg
Og Gummí OMG. Verður bara flottari með árunum.
Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki haldin neinni aldurskrísu sko en er ekki að ná því að barnið mitt sé 13 ára...... Kommon það eru ekki nema örfá ár síðan við komum heim af spítalanum.
Hanna frænka komst vel að orði í gær "Elva mín, ef þú heldur svona áfram þá verður þú orðin kelling áður en við vitum af, en við mamma þín verðum alltaf sömu stelpurnar hahahah "
Eigiði góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 12:01
AT LAST !!!!!!!!!!!!
Já til hamingju allir landsmenn með þetta.
Nú er bara að bíða spenntur eftir Sundabrautinni hvað verður um hana !!!!
Skyldi samgönguráðherra setja hana í algjöran forgang ????
Bíð spennt.
Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 09:11
Ótrúleg bloggleti
Ja hérna hér.
Það er mikið að maður drepist ekki bara úr bloggleti. En ég bið ykkur að fyrirgefa.
Ástæða þess að ég fer inn á þessa síðu núna er að ég var að lesa bloggið hennar Gurrýar Haralds og hún kann sko að koma manni í gott skap.
Hún er með nokkra velvalda brandara og það á að kjós hver er bestur. Sjáið hvað ég er með brenglaðann húmor, held að ég hafi verið sú eina sem valdi þessa tvo. En thats me
Algjör drulluperra húmor.
Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína, hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.
Ég er enginn ræningi, urraði maðurinn hneykslaður. Ég er nauðgari!
Guði sé lof, sagði Sigfús og andaði léttar. Þrúða mín, þetta er til þín!
Svo er hinn.. Svona af því að ég er ljóska hahaha
Þú kemur seint, sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn.
Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni. Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!
Hvað gerðir þú? spurði sá dökkhærði.
Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig.
p.s. Ég hef ekki farið á skyndihjálparnámskeið svo ég veit ekki hvernig ég yrði ef þetta kæmi fyrir
mig
Eigið yndislegan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 14:05
Gleymd ekki þínum minnsta bróður !!!!
Æ þessi tími, svona rétt fyrir jólin er alltaf svo erfiður. Skólarnir með söfnun fyrir fátæk börn í útlöndum og allt það. Samt verð ég nú að segja að við ættum frekar að láta börnin okkar líta sér nær. Og auðvitað eigum við að gera það líka.
Það er svo mikið af fólki sem á svo erfitt þessa stundina að það er ekki hægt að koma orðum að því...........
Í síðustu viku misstu ung hjón, hér á Akranesi, tveggja mánaða gamlan dreng sinn. Vöggudauði. Þetta er svo ömurlegt að mann bara skortir orð.
Í gær dó ungur drengur héðan eftir erfiða baráttu við krabbamein. Bróðir hans er í bekk með stelpunni minni. Mann tekur þetta svo sárt, pabbi hans er gamall skólafélagi okkar hjóna, og ég get sagt ykkur að ég ætla ekki að reyna að ímynda mér hvernig mér liði að þurfa að kveðja barnið mitt ................
Ungur drengur, 10 ára héðan líka, er að berjast við heilaæxli og er umfjöllun um hann á inná Visi.is
Þetta fólk á allt um sárt að binda sérstaklega núna um jólin. Ég get ekki annað en hugsað um það hvað ég hef það gott.
Hlýjar kveðjur og hugsanir til allra seim eiga um sárt að binda. Minni á söfnun RKi og mæðrastyrksnefndar. Þetta eru þau samtök sem ég veit að eru að hjálpa til í nærumhverfi okkar. Ég ætla ekki að gera lítið úr söfnunum fyrir "fátæk börn í afríku" en Það eru því miður fátæk börn á íslandi líka og fólk sem stríðir við erfið veikindi. Eru ekki skyldur okkar fyrst og fremst til þeirra
Koss og knús út í bloggheima
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 12:04
Ég er frá Íslandi og passaðu þig sko :):)
Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið
nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.
Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún
ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom
hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.
Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni
að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta daginn hafði ekkert
gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið
hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.
Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar
verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott
og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann sagði að fyrsta daginn
hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja
degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo
hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 20:27
Jólafíling
Má til með að deila með ykkur nýja aðventulaginu frá Baggalúti. Þessir drengir eru bara snilingar !!!!!
Þið getið hlustað á lagið hér til hliðar "Tónlistarlistar "
Verði ykkur að góðu og gleðilega aðventu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 17:43
Ja hérna hér............
Þvílíka endemis bloggleti er þetta í manni. Ekki þarf fyrir að nóg er að gera á öllum vístöðvum.
1.Vinnan,alltaf nóg að gera þar. Dugar ekki dagurinn oftast hjá manni
2. Skólinn. Er í prófum núna(alveg að vera búin). Var í munnlegri vörn í stefnumótun síðasta fimmtudag, gekk ágætlega held ég. Ég var nú samt drullu pissed,að það var einungis ein spurning sem ég fékk beint........... Sumir væru ánægðir en ég var búin að undirbúa mig mjög vel og hefði sko alveg getað svarað ýmsum spurningum sem félagar mínir fengu....... Síðan var lögfræðin á mánudaginn og svo eru skattskil næsta mánudag. Ég á nú ekki að hafa miklar áhyggjur af því er það nokkuð??? Væri svo alveg týpískt að ég myndi klikka á því og fá 6 eða eitthvað..........
3.Djammið.Hefur nú ekki farið mikið fyrir því en það stendur allt til bóta. Árshátíð hjá Viðskiptaþjónustunni á laugardaginn. Djö.......skal taka á því . Mér til mikillar ánægju þá verða Faxamarkaður og Skagamarkaður á sama stað og við svo ef ég nenni ekki að vera með vinnufélögunum þá fer ég til Arnar og Eddu og fæ mér Tequila..............(djók) Helgina þar á eftir eftir (15.des) verður Jólahittingur hjá okkur systrum og fylgifé.... Börnin verða ekki með,en líklega verður Elísabet að fá að hanga með okkur, ég hef enga pössun skiliði.
4.Fjölskyldan. Henni er sinnt eftir þörfum. Hún kemst í algjöran forgang þegar prófavesenið er búið.
5. Saumaklúbburinn. Hef ekki getað sinnt því og skammast ég mín þvílíkt 'Eg átti að vera með saumó í des en hef bara ekki haft tíma so far. Við ætlum samt að hittast 16 des og fara á tónleika (með stelpunum okkar )með Frostrósum. Hlakka geggt til.
Læt þetta duga þar til næst
Með kveðju frá annasemisstöðum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 13:35
Andrea ég elska þig !!!!!!!!!!!!
Fór í gær á geggjaða tónleika með Andreu Gylfa og blúsbandinu........... Þvilíkt
Hún er bara hrikalega flott. Með fullri virðingu fyrir öllum hinum dívunum þá er hún bara best. LAAAAAAAAAANG BESTUST.
Hún hefur svo geggjað vald á röddinni og tónhæðin..........almáttugur Ég á ekki orð til að lýsa hrifningu minni. þeir voru heldur ekkert slæmir meðspilarar hennar, onei.
Takk fyrir mig og ég segi það satt Andrea þú ert æði, þú ert mitt Idol ég elska þig !!!!
p.s
Verið alveg róleg ég er ekki að koma út úr skápunum ég er einfaldlega tónlistarfíkill.........
Hafið það annars gott á þessum yndilslega sunnudegi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar