Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2007 | 20:06
Umferðarpæling
Hvað eru mörg hringtorg á leiðinni Akranes-Mosó ????
Veit ekki . Ég er alltaf svo ringluð þegar ég kem út úr Mosó að ég gleymi að telja
Ég rakst á frétt inn á Vísi áðan um tvöföldun Suðurlandsvegar. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því og tek heilshugar undir að þörfin er svo sannarlega til staðar.
EN augnablik............... Skyldi þörfin ekki vera brýnni norðan Rvk . Þar, sem öll umferð Vestur, norður og jafnvel austur á land fer um..... , dæmi hver fyrir sig.
Ég má til með að gagnrýna fréttamiðla aðeins. Í hvert skipti sem alvarlegt umferðarslys verður á suðurl.veginum þá kemur alltaf upp frétt um tvöföldun vegarins. Eins og því sé alltaf um að kenna. Ekki er verra ef þeim tekst að láta það líta þannig út að pólitíkusar beri ábyrgðina . Það má vel vera, og er mjög líklegt að hugsanlega hefði verið hægt að afstýra einhverjum slysum ef vegurinn væri tvöfaldaður. En vegurinn er ekki tvöfaldur og það er 90km hámarkshraði á Íslandi og við ökumenn eigum að haga okkur í samræmi við það.......
Ég skora hins vegar á fréttamenn að vera á vesturlandsveginum á annatíma og upplifa umferðina. Langar bílaraðir með þungaflutningabílum frá göngum og að Mosó. 1-1 vegur alla leiðina, engir ljósastaurar og athyglisverðast að vegurinn verður ekki tvöfaldur fyrr en komið er í MOSO.
Já ég votta öllum sem eiga ástvin sem farist hefur í umferðarslysi, samúð mína, og tek undir að við eigum að gera kröfur um góða vegi. En við verðum líka að taka ábyrgð á sjálfum okkur .
Sýnum sjálfum okkur og öðrum virðingu í umferðinni,okkur liggur ekki lífið á.............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 13:40
Þetta sem gefur lífinu gildi
Það er eitthvað við morgunstundirnar sem við mæðgur eigum saman sem er bara "priceless". Hún er að borða morgunmatin og þarf að knúsa mömmu sína með . Það er svo gott fyrri meltinguna skiljiði...........
Svo spyr hún: Mamma hva þú fara gera? Þú fara vinnuna............ ?
Já mamma fara í vinnuna.
Ekki ég, ég fara leikskólann................... Mamma má ég koma tiððín.
Svo fylgi gott knús. Eitthvað sem er alveg bráðnauðsynlegt bara til að lifa af daginn skiljiði.
Priceless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 10:24
Búið að segja gerið svo vel............
Alveg finnast mér þessar auglýsingastofur margar hverjar geggjaðar.
Nýjasta auglýsing Símans er bara fyndin. Það er alveg ábyggilegt að hún á eftir að fara fyrir brjóstið á einhverjum strangtrúuðum.
Ekki mér. Mér finnst hún bara DREPFYNDIN.
Þegar Júdas segir "Er búið að segja gjörið svo vel................."
Hefði kannski verið hægt að breyta sögunni ef 3G tæknin hefði verið til staðar......................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 08:44
Fyrsti tíminn
Nú er komið að því.
Skólinn byrjaður og ég verð að fara að koma mér í gírinn. Mæti í fyrsta tímann á eftir og ég get svo svarið það að ég er með risastóran hnút í maganum.
15 ár síðan ég var á skólabekk og það er alveg heil eilífð.
jæja
best að fá sér einn kaffi og reyna að slaka á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 08:39
Gargandi snilld
Strætó fór að aka frá Akranesi í byrjun síðasta árs. Ég þori að fullyrða að engum heilvita manni óraði fyrir því að hann yrði svona mikið notaður strax. Ég lét sjálf eftir mér hafa " þetta tekur eina kynslóð, við verðum að vera þolinmóð........ "
Í dag fara tvær stórar rútur frá Akranesi á hverjum morgni. Önnur stappfull og hin til hálfs. Síðan er hann töluvert notaður yfir daginn. Strætó hefur opnað fullt af tækifærum fyrir okkur Skagamenn. Aukin atvinnutækifæri, þ.e. auðveldara og ódýrara að sækja vinnu til Reykjavíkur. Einnig og alveg sérstaklega fyrri námsmenn , bæði Háskólanema og aðra. Hingað til hefur þetta verið mjög dýrt að fara til Rvk á hverjum degi.
Ég hef sjálf nýtt mér þetta dolltið og finnst þetta mjög þægilegt, fer þó eftir hvert í Bæinn ég er að fara. Nýjasta útspilið að hafa frítt fyrir nemendur er náttúrulega gargandi snilld. Nóg er nú umferðin samt. Þannig að hvernig sem þetta er útreiknað þá er ég alveg sjúr á að þetta er bara gróði, sé tekið tillit til umhverfisþátta.
Allir í Strætó !!!!!!!!!!!!!!!!!
Eigið góðan föstudag og ekki tapa ykkur í umferðarhnút á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
Fullt í strætó á morgnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 19:53
Skaginn bestur !!!
Rakst á þessa frétt á Vísi.is
Ódýrustu lyfin á Akranesi. Loksins kom samkeppni á lyfjamarkaðinn á Skaganum. Ekki bara í verði heldur einnig í opnunartíma.
Pæliðíði, hér búa 6þús. manns og það hefur ekki verið hægt að komast í apótek á sunnudögum. Það hefur nú allt breyst með opnun Apóteksins hans Óla.
Frábært hjá þér Óli og til hamingju Skagamenn.....
http://visir.is/article/20070829/FRETTIR01/70829089
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 20:03
21 og enn hipp og kúl
Þið sem ekki vitið þá er Bylgjan 21. árs í dag. Jebb ég man eins og gerst hafði í gær þegar hún byrjaði. En þetta var einmitt daginn sem ég fór á Bifröst.
Svona líður tíminn.........
Hugsa sér á þessum tíma var Bylgjan þvílíka byltingin. Rás 2 kom 82 eða 83 og þar áður hafði maður bara óskalög sjómanna og sjúklínga fjúff.
Ekki þar fyrir að EINU SINNI Í VIKU voru lög ungafólksins..................
Dísús , skyldi þetta vera melding um að ég sé eitthvað að fullorðnast.
Eins gott að ég er byrjuð aftur í skóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 09:47
Bræðrakærleikur
Þetta er alveg hámarkið !!!!!!!!!!!!!!, Svona fréttir geta alveg drepið mann
Bræðrakærleikurinn uppmálaður, eða berrassaður
Já strákar verið nú góðir og leikið ykkur SAMAN. En munið samt að skiptast á................
Sá um ástarleikina fyrir bróður sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 08:52
Ógeðshrollur
Gúddag.
Vaknaði vel í morgun og átti góða stund með dætrum mínum. Smurði nesti í unglinginn og átti góða duddustund með litlunni.
Já allt að komast á rétt ról. Ég verð komin með tæknina við "barstólinn" í nýja húsinu í næstu viku
Já ég hugsaði með mér hvað ég ætti það gott og þetta ætti aldeilis eftir að vera ánægjulegur dagur. Á leiðinni í vinnu hlustaði ég á Bylgjuna og fékk nettan óðeðshroll við fréttina um fólkið sem kom að húsinu sínu og þar höfðu einhverjir aðrir búið. VIBBI..................
Ég veit ekki hvað ég myndi gera
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1287947
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 10:01
ÁTVR opnar þá ábyggilega fljótlega í Hrútafirðinum !
Fyndið með þetta N1 mál.
Ég var á ferðinni í sumar og á hverju krummaskuðinu af öðru var Vínbúð inní verslun N1. Ath það má ekki selja vín í matvörubúðum en það er í lagi að fylla bílinn, kaup bland í poka og ná sér í eina rauðvín fyrir afganginn !!!!!!!!!
Þetta eru forréttindi landsbyggðarinnar
N1 kaupir Staðarskála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar